Winding mountain road through autumn trees with damp pavement and overcast sky, seen from a car windshield.

Þín vegferð

Þitt val


Sálfræðiviðtöl

Ég býð upp á sálfræðimeðferð í formi einstaklingsviðtala. Viðtölin eru 50 mínútur að lengd og tímarnir fara fram hjá Heil heilsumiðstöð í Nethyl 2c eða sem fjarviðtöl í gegnum Kara Connect. Viðtalsdagar eru mánudagar og þriðjudagar.

Ég legg áherslu á að nota gagnreyndar sálfræðimeðferðir, líkt og hugræna atferlismeðferð (HAM) og Acceptance and Commitment Therapy (ACT). Ég hef reynslu af því að vinna með fullorðnum með ýmsan vanda, til dæmis þunglyndi eða kvíða, en einnig ungmennum og fullorðnum í íþróttum sem eru að takast á við áskoranir á því sviði.

Hægt er að bóka tíma með því að senda tölvupóst á ingavaldist@gmail.com eða fylla út formið hér neðst á síðunni.


Fyrirlestrar

Ég brenn fyrir forvarnar- og fræðslustarfi og hef ferðast vítt og breitt um landið með ýmis konar fræðsluerindi fyrir íþróttafélög og vinnustaði. Hér fyrir neðan er hægt að sjá lýsingar á fyrirlestrunum og með því að smella á „Sjá meira” er hægt að fá nánari upplýsingar. Ef þú vilt bóka fyrirlestur eða vilt vita meira, getur þú fyllt út formið neðst á síðunni eða sent mér línu á ingavaldist@gmail.com

Frammistöðukvíði: Hvað ef ég klúðra þessu?”

Kvíði er eðlilegt viðbragð við krefjandi aðstæðum, en þegar hann verður of mikill getur hann farið að trufla okkur og koma í veg fyrir að við getum gert það sem okkur finnst skemmtilegt eða staðið okkur þegar á reynir. Hér er farið yfir það hvað kvíði er, hvert er hlutverk hans og hvað við getum gert til að draga úr áhrifum hans á okkur.

Þessi fyrirlestur hentar vel fyrir íþróttafélög, iðkendur eða þjálfara. Einnig er hægt að aðlaga hann að vinnustöðum.

Sjálfstraust: Mátturinn í jákvæðu sjálfstali

Við getum stundum verið okkar eigin verstu óvinir. Innri röddin okkar getur rifið okkur niður og gagnrýnt okkur, eða hjálpað okkur og byggt okkur upp. Jákvætt sjálfstal er lykilatriði í því að byggja upp sjálfstraust. Í þessum fyrirlestri kynnumst við sjálfstali og til þess að við getum betur tekist á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. 

Þessi fyrirlestur hentar vel fyrir vinnustaði og íþróttafélög og hægt er að aðlaga hann að öllum aldurshópum.

Samskipti í hóp: Jákvæð samskipti og EKKO fræðsla

Samskipti eru flókið fyrirbæri sem við erum alla ævi að reyna að ná tökum á. Í þessum fyrirlestri er farið yfir hvað einkennir jákvæð samskipti, hvað getum við gert til þess að reyna að breyta menningu innan hópa.

EKKO fræðsla (einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi) tekur fyrir hinn endann á samskiptum. Mikilvægt málefni fyrir alla vinnustaði og íþróttafélög sem vilja stuðla að heilbrigðri menningu í hópnum.


Um mig

Ég er með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu til þess að starfa sem sálfræðingur og hægt er að fletta mér upp í starfsleyfaskrá embættisins.

Ég er með BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist úr klínískri sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla með cand.psych. gráðu vorið 2022. Ég hef tileinkað mér hugræna atferlismeðferð (HAM) ásamt því að hafa setið námskeið um Acceptance and Commitment Therapy (ACT). Ég hef mikla reynslu af því að flytja fyrirlestra um hin ýmsu málefni. Á síðustu árum hef ég bæði flutt fyrirlestra á vinnustöðum, m.a. um jákvæð samskipti, streitu, andlega líðan og EKKO (einelti, áreitni og ofbeldi), en einnig fyrir landsliðsfólk í hópfimleikum, m.a. um sjálfstraust og kvíða.

Ég er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og starfa samkvæmt siðareglum sálfræðinga, en þær má lesa hér.

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar, vilt bóka tíma í sálfræðiviðtal eða bóka fyrirlestur, getur þú fyllt út formið hér til hliðar eða sent tölvupóst á ingavaldist@gmail.com